Road Map for Tourism

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Lesa meira (pdf)

Stjórnstöð ferðamála

Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Stjórnstöðin sér til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.

Stjórn

Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila. Forsætisráðherra skipar í stjórn hennar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, er formaður. Einnig eiga fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og innanríkisráðherra sæti í stjórninni ásamt fjórum fulltrúum frá Samtökum ferðaþjónustunnar og tveimur fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Stjórnstöðin sér til þess að næstu fimm árin verði nýtt til þess að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu m.a. með því að stuðla að fjármögnun aðgerða og samhæfa uppbyggingarstarfið.

Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Stjórnstöðin sér til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.

Starsfólk

Óskar Jósefsson

Áhersluþættir 2015-2020

Næstu fimm ár verða helguð því að leggja traustan grunn til þess að ferðaþjónustan geti haldið áfram sókn sinni á traustum forsendum.
Ný Stjórnstöð ferðamála mun gegna lykilhlutverki í þessari vinnu.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form