Til baka

Stjórnstöð ferðamála

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Lesa meira (pdf)

Um Stjórnstöð ferðamála

Stjórnstöð ferðamála var stofnuð á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands,
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar í kjölfar útgáfu
Vegvísis í ferðaþjónustu í október 2015. Hún starfar til ársloka 2020 og mun á
þeim tíma samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. Það verður gert í samvinnu við opinbera stjórnsýslu,
sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa
og aðra hagsmunaaðila.

Stjórnstöð ferðamála er í grunninn samráðsvettvangur. Henni er ekki ætlað að taka yfir ábyrgð og skyldur núverandi stjórnkerfis eða hagsmunasamtaka greinarinnar. Verkefni
Stjórnstöðvarinnar eru skilgreind í Vegvísi ferðaþjónustu þar sem
sérstök áhersla er lögð á alls 18 forgangsmál í verkefnaáætlun 2016-2017.

Verkefnin eru umfangsmikil enda fela þau meðal annars í sér samhæfingu og einföldun stjórnkerfis, fjármögnun innviða, náttúruvernd, faglega uppbyggingu greinarinnar og
gæðastarf. Það kallar á heildstæða nálgun, farsæla samvinnu og samstillt átak
allra þeirra sem að greininni koma.

Stjórn

Forsætisráðherra skipaði stjórn Stjórnstöðvar ferðamála. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, er formaður. Einnig eiga fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og innanríkisráðherra sæti í stjórninni ásamt fjórum fulltrúum frá Samtökum ferðaþjónustunnar og tveimur fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Starfsfólk

Óskar Jósefsson
Framkvæmdarstjóri
842 6500
oskar@stjornstodin.is

Áhersluþættir 2015-2020

Næstu fimm ár verða helguð því að leggja traustan grunn til þess að ferðaþjónustan geti haldið áfram sókn sinni á traustum forsendum.
Ný Stjórnstöð ferðamála mun gegna lykilhlutverki í þessari vinnu.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form