Samantekt

Mikil sóknarfæri

Mikið er undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felast mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Ferðaþjónustan hefur átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum króna árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna.

Stjórnstöð ferðamála

Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Stjórnstöðin sér til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.

Styrkja þarf undirstöður

Vinnan við stefnumótunina leiddi fljótt í ljós hversu veikar undirstöður eru fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:

Traustur grunnur

Tækifærin eru svo sannarlega fyrir hendi en það skiptir miklu máli að halda rétt á spilunum. Með markvissri stjórn, heildstæðri nálgun, faglegum úrbótum, fjárfestingu í innviðum og sameinuðum kröftum getur ferðaþjónustan haldið áfram sókn sinni á traustum grunni í góðri sátt við samfélag, náttúru og aðrar atvinnugreinar.

 • Samhæfðri stýringu ferðamála

 • Jákvæðri upplifun ferðamanna

 • Áreiðanlegum gögnum

 • Náttúruvernd

 • Hæfni og gæðum

 • Aukinni arðsemi

 • Dreifingu ferðamanna

Stjórnstöð ferðamála

Tímabundið verkefni 2015-2020 til að treysta grunninn

Stjórn

Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila. Forsætisráðherra skipar í stjórn hennar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, er formaður. Einnig eiga fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og innanríkisráðherra sæti í stjórninni ásamt fjórum fulltrúum frá Samtökum ferðaþjónustunnar og tveimur fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Stjórnstöðin sér til þess að næstu fimm árin verði nýtt til þess að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu m.a. með því að stuðla að fjármögnun aðgerða og samhæfa uppbyggingarstarfið.

Framkvæmdastjóri

Stjórnstöð ferðamála mun fylgja eftir Vegvísi í ferðaþjónustu og fá til liðs við sig framkvæmdastjóra sem kallar eftir starfskröftum bæði hérlendis og erlendis til að leysa þau forgangsmál sem aðkallandi eru í ferðaþjónustu á Íslandi.
Gert er ráð fyrir að Alþingi verði árlega gerð grein fyrir stöðu verkefna ferðamála, ásamt áherslum og forgangsröðun til framtíðar.

Áhersluþættir 2015-2020

Næstu fimm ár verða helguð því að leggja traustan grunn til þess að ferðaþjónustan geti haldið áfram sókn sinni á traustum forsendum.
Ný Stjórnstöð ferðamála mun gegna lykilhlutverki í þessari vinnu.

Markmið og mælikvarðar

Áreiðanleg gögn eru ómissandi

Verulega skortir á tímanleg, áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn um
ferðaþjónustu hér á landi til grundvallar ákvörðunum og markmiðasetningu. Það
er flókið að ná utan um trausta tölfræði í ferðaþjónustu en til eru góð fordæmi, m.a. Ástralía og Nýja-Sjáland, þar sem verið er að þróa leiðir til að halda til haga áreiðanlegum gögnum og tryggja stöðugar mælingar á stöðu atvinnugreinarinnar.

Með því skapast skilyrði til raunhæfrar markmiðasetningar og
viðeigandi eftirfylgni til að stuðla að árangri.
Ætlunin er að taka mið af reynslu og þekkingu þeirra þjóða sem fremst
standa í þessu tilliti og tryggja að skýr markmið og mælingar á stöðu
greinarinnar verði til staðar hverju sinni. Það er forsenda þess að
árangur náist.

Hér eru sett fram markmið og lykilmælikvarðar sem horft
verður til við að meta árangur og ávinning greinarinnar. Helstu
markmiðin eru: jákvæð upplifun ferðamanna, aukin arðsemi,
aukin dreifing ferðamanna og jákvæð viðhorf til greinarinnar.
Hvert markmið á sér lykilmælikvarða en vegna skorts á
áreiðanlegum gögnum eru ekki sett fram töluleg gildi að
þessu sinni. Ætlunin er að gagnaöflun verði forgangsmál á
árinu 2016. Þannig fáist þau grunnviðmið sem þarf til að setja

Jákvæð upplifun ferðamanna

 • Meðmælaskor ferðamanna mælist hátt í samanburði við önnur lönd.

 • Hlutfall erlendra ferðamanna sem hafa heimsótt landið áður hækki (endurkomuhlutfall).

Aukin arðsemi

 • Virðisauki í ferðaþjónustu skili sér í sífellt hærra framlagi til vergrar landsframleiðslu.

 • Gjaldeyristekjur aukist á hverja gistinótt erlendra ferðamanna.

 • Framleiðni starfa aukist.

Aukin dreifing ferðamanna

 • Hærra hlutfall ferðamanna komi til landsins utan háannar.

 • Hærra hlutfall gistinátta erlendra ferðamanna, á hótelum og gistiheimilum á landsbyggðinni, verði utan háannatíma (júní-ágúst). Mælanlegt markmið um vöxt verði sett í hverjum landshluta m.v. stöðu á hverjum stað.

Jákvæð viðhorf til greinarinnar

 • Viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu mælist jákvætt.

 • Hlutfall ánægðra starfsmanna mælist hátt

Forgangsmál í
verkefnaáætlun 2016-2017

Forgangsmál verða endurskoðuð af Stjórnstöð ferðamála á hverju ári

 • Ná utan um öran vöxt í greininni með Stjórnstöð ferðamála sem samhæfir aðgerðir og tryggir að forgangsmál fari í framkvæmd.

 • Tryggja að áreiðanlegar, tímanlegar og alþjóðlega samanburðarhæfar mælingar gefi skýra mynd af stöðu greinarinnar á hverjum tíma.

 • Setja mælanleg markmið út frá áreiðanlegum gögnum og fylgja þeim eftir til að ná sem bestum árangri.

 • Vinna að mörkun (e. branding) Íslands sem áfangastaðar, skilgreina markhópa og markaðssetja í samræmi við það.

 • Útfæra leiðir til að sveitarfélög hafi tekjur til að mæta kostnaði þeirra við uppbyggingu og rekstur áfangastaða ferðamanna sem lúta þeirra stjórn.

 • Tryggja að samgönguáætlun taki mið af þörfum ferðaþjónustu og spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna.

 • Tryggja að viðhald og uppbygging innviða flugsins verði í takt við fjölgun ferðamanna til landsins.

 • Auka öryggi ferðamanna og forvarnir m.a. með samræmdri upplýsingagjöf og merkingum um allt land.

 • Gera vandaðar stefnumótandi stjórnunaráætlanir fyrir ferðaþjónustuna í hverjum landshluta (Destination Management Plan, DMP).

 • Velja „fyrirmyndarstaði“ í ferðaþjónustu sem eru þekktir sem slíkir bæði hér á landi og erlendis og hefjast handa við val og hönnun árið 2016.

 • Gera ráð fyrir áfangastöðum ferðamanna í skipulagi sveitarfélaga og forgangsraða þeim í hverjum landshluta þar sem áhersla verður á að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn.

 • Ákveða hvaða áfangastaðir ferðamanna í hverjum landshluta þarfnast aðgangsstýringar og stýra umferð um þá með umhverfisleg og félagsleg þolmörk og öryggi ferðamanna að leiðarljósi.

 • Greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur til að styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og vinna að skilvirkum leiðum til úrbóta.

 • Gera áætlanir um mannafla- og þjálfunarþörf í ferðaþjónustu í öllum landshlutum.

 • Koma á skilvirkri áhættustjórnun sem byggist á stöðugu áhættumati skv. bestu fyrirmyndum erlendis frá.

 • Efla skrifstofu ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
  Vinna markvisst að leiðum til að fyrirbyggja svarta atvinnustarfsemi í greininni.

 • Vinna markvisst að leiðum til að fyrirbyggja svarta atvinnustarfsemi í greininni.

 • Einfalda regluverk í ferðaþjónustu enn frekar ásamt því að innleiða eina gátt fyrir leyfisveitingar og gögn.

Horft til lengri tíma

Ef rétt er á málum haldið verður ferðaþjónustan sjálfbær og arðsöm atvinnugrein til framtíðar sem skilar þjóðarbúinu traustum gjaldeyristekjum og eykur hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Framtíðarsýnin er björt og felur hún í sér eftirfarandi:

 • Sátt ríkir um mikilvægi ferðaþjónustu sem undirstöðuatvinnugreinar.

 • Ákvarðanataka í ferðaþjónustu byggir á tímanlegum, áreiðanlegum og alþjóðlega samanburðarhæfum gögnum.

 • Náttúran er helsta aðdráttarafl íslenskrar ferðaþjónustu og markvisst er unnið að verndun hennar með álagsstýringu og sjálfbærni að leiðarljósi.

 • Hæfni, gæði, eining og gott orðspor einkennir ferðaþjónustu á Íslandi.

 • Ferðamenn mæla með Íslandi og upplifa hér einstaka gestrisni, gæði, þjónustu og ævintýri.

 • Ferðaþjónustan er arðsöm atvinnugrein sem laðar til sín hæfa starfskrafta.

 • Samgöngur þróast í takt við fjölgun ferðamanna.

 • Ferðaþjónustan hefur eflst víða um land í góðri sátt við íbúa, náttúru og starfsfólk greinarinnar.

 • Samhæfð stjórnsýsla vinnur vel með greininni við að ná árangri; samvinna skilar árangri.

Kynningarfundir á næstunni

No items found.

.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
.
.
kl:
2
.
3
.
2016
kl:
23
.
3
.
2016
kl:
23
.
3
.
2016
kl:
4
.
4
.
2016
kl:
7
.
4
.
2016
kl:
12
.
4
.
2016
kl:
18
.
4
.
2016
kl:
19
.
4
.
2016
kl:
3
.
5
.
2016
kl:
19
.
5
.
2016
kl:
20
.
5
.
2016
kl:
25
.
5
.
2016
kl:
9
.
6
.
2016
kl:
23
.
6
.
2016
kl:
3
.
8
.
2016
kl:
7
.
9
.
2016
Grand Hótel Reykjavík
kl:
08:00
8
.
9
.
2016
kl:
9
.
9
.
2016
kl:
10
.
9
.
2016
kl:
23
.
9
.
2016
kl:
18
.
10
.
2016
kl:
21
.
10
.
2016
kl:
11
.
11
.
2016
kl:
11
.
11
.
2016
kl:
9
.
12
.
2016
kl:
10
.
1
.
2017
kl:
19
.
1
.
2017
kl:
16
.
2
.
2017
kl:
17
.
2
.
2017
kl:
13
.
3
.
2017
kl:
7
.
4
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
19
.
5
.
2017
kl:
30
.
5
.
2017
Grand Hótel Reykjavík
kl:
Föstudaginn 2. júní klukkan 13.00-15.00
7
.
6
.
2017
kl:
15
.
12
.
2017
kl:
3
.
6
.
2019
kl:

3. nóvember      Blönduós