Til baka

Náttúruvernd

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Lesa meira (pdf)

Þjóðgarðar, önnur friðlýst svæði og þjóðlendur á einni hendi

Lagt er til að þjóðgarðar, önnur friðlýst svæði og þjóðlendur verði á einni hendi innan stjórnkerfisins, í stað þess að heyra undir þrjár stofnanir eins og nú er. Markmiðið er að tryggja skilvirka stjórnsýslu, tryggja að náttúruverndarsjónarmið njóti sín, skerpa á rekstrarforsendum, skapa sameiginlegt yfirbragð gagnvart gestum í náttúru Íslands og bæta upplifun ferðamanna. Þó verði tryggt að þinghelgi Þingvalla verði áfram í umsjón Alþingis. Leitað verði leiða til að ferðaþjónustuaðilar sem nýta þessar þjóðarauðlindir í atvinnuskyni starfi í anda skilgreininga Alþjóðaferðamálastofnunarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu og leiðbeininga Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) um ferðamennsku á friðlýstum svæðum. Efla þarf samstarf náttúruverndaryfirvalda og ferðaþjónustuaðila til þess að samhæfa vinnubrögð og styrkja áherslur um mikilvægi umhverfissjónarmiða.

Áfangastaðir í íslenskri náttúru

Áfangastaðir ferðamanna verði skilgreindir í aðalskipulagi sveitarfélaga samkvæmt leiðbeiningum skipulagsyfirvalda. Lagt er til að heimildir til innheimtu þjónustugjalda verði nýttar á áfangastöðum þar sem við á, þannig að greitt verði fyrir virðisaukandi þjónustu. Á áfangastöðum um allt land verði hugað að náttúru- og minjavernd, sjálfbærni áfangastaða, þjónustu, landvörslu, viðhaldi og uppbyggingu sem fellur vel að landslagi, sbr. frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um uppbyggingu innviða. Ef gögn benda til þess að ferðamannasvæði nálgist þolmörk er lagt til að umferð ferðamanna verði stýrt þar sem við á, til að vernda náttúru og minjar, til að dreifa álagi og með hliðsjón af öryggissjónarmiðum. Í því skyni verði greindar leiðir til að takmarka aðgang þar sem þörf krefur, dreifa umferð í tíma og skilgreina stefnu í aðgangsmálum á hverju svæði, meðal annars til að tryggja aðgengi fyrir alla þar sem við á. Lagt er til að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fái breytt hlutverk og vinni einkum með einkaaðilum og sveitarfélögum við að fjármagna uppbyggingu áfangastaða. Jafnframt þarf að tryggja fjármögnun uppbyggingar á áfangastöðum ferðamanna í eigu og umsjón ríkisins.

Unnið verði að úrbótum á öllum helstu svæðum og fyrirmyndarstaðir skilgreindir

Unnið verði að nauðsynlegum úrbótum á öllum helstu svæðum í íslenskri náttúru sem eru undir álagi af völdum ferðamennsku. Markmiðið er að árið 2020 hafi nauðsynlegar úrbætur verið gerðar á öllum helstu álagsstöðum í náttúrunni. Einnig er lagt til að nokkrir áfangastaðir ferðamanna verði skilgreindir sem fyrirmyndarstaðir, þeim forgangsraðað og markvisst unnið að uppbyggingu þeirra m.t.t. náttúru- og minjaverndar og sjálfbærrar þróunar umhverfis og ferðaþjónustu. Nýttar verði bestu alþjóðlegu fyrirmyndir og hugvit við hönnun og uppbyggingu á þessum stöðum, ekki síst með það í huga að komandi kynslóðir geti notið þeirra. Hafist verði handa við val á fyrirmyndarstöðum þegar á árinu 2016. Markmiðið er að fyrirmyndarstaðir í ferðaþjónustu verði byggðir markvisst upp og þekktir sem slíkir bæði hér á landi og um allan heim. Sambærilegir áfangastaðir hafa byggst upp víða og má þar nefna Tongariro og Fiordland þjóðgarðana á Nýja-Sjálandi sem báðir eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þá getur „UNESCO World Heritage and Sustainable Tourism Programme” verið góður vettvangur til að nálgast ráðleggingar um uppbyggingu fyrirmyndarstaða.

Verkefnalisti

Yfirlit verkefna
No items found.

Á döfinni

No items found.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form