Til baka

Kynningarfundir ferðamálaráðherra 3. og 5. júní

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Lesa meira (pdf)

Kynningarfundir ferðamálaráðherra 3. og 5. júní

Á haustmánuðum 2017 ákvað ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að ráðast í viðamikið verkefni um viðmið sjálfbærni vegna fjölda ferðamanna á Íslandi m.t.t. innviða og samfélags. Slíkt verkefni hefur ekki verið unnið áður á landsvísu sem gerir það einstakt á heimsvísu. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk haustið 2018 með skilgreiningu hátt í sjötíu vísa um sjálfbærni út frá efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum, í því skyni að leggja mat á hversu mörgum ferðamönnum er hægt að taka á móti á Íslandi.

Annar áfangi verkefnisins hófst í beinu framhaldi en hann snerist um að leggja mat á álag vegna fjölda ferðamanna á Íslandi m.t.t. ástands og getu innviða, umhverfis og samfélags. Í þeim áfanga var unnið að gildissetningu vísa um sjálfbærni úr fyrsta áfanga á sviði efnahags, samfélags og umhverfis.

Þeirri vinnu er nú að mestu lokið og mun ráðherra kynna fyrstu drög niðurstaðna til umræðu ásamt sérfræðingum Eflu verkfræðistofu sem hafa unnið að verkefninu ásamt fjölda utanaðkomandi sérfræðinga. Ferðamálaráðherra mun jafnframt kynna fyrstu drög að stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 sem unnið hefur verið að undanfarið í samvinnu stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar.

Þessi tvö verkefni leggja grunninn að framtíðarstefnumótun íslenskrar ferðaþjónustu 2020-2030 sem hefst í sumar og verður lokið vorið 2020.

Fyrirhugað er að fundirnir verði tveir. Fyrri fundurinn verður haldinn í Reykjavík mánudaginn 3. júní frá kl. 08:30-12:00 á Grand Hótel. Síðari fundurinn verður haldinn á Akureyri miðvikudaginn 5. júní kl. 08:30-12:00 í Hofi. Fundirnir eru ætlaðir öllum hagaðilum í íslenskri ferðaþjónustu til kynningar og umræðu á þessum fyrstu drögum niðurstaðna.

Skráning á fundina fer fram hér


Dagskrá:

08:00 – 08:30           Kaffi og léttar veitingar

08:30 – 09:00           Ávarp ferðamálaráðherra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur
                                  Drög að stefnuramma í ferðaþjónustu til 2030
                                  Fyrstu niðurstöður álagsmats fyrir fjölda ferðamanna á Íslandi.

09:00 – 09:30           Yfirferð yfir vinnuna
                                  Markmið, aðferðir og vinnustofur – útskýring á aðferðum, framsetningu o.fl.

09:30 – 09:45           Þjóðhagslegar stærðir

09:45-10:00             Kaffihlé

10:00 – 10:40           Innviðir
                                  Samgöngur,  veitur, úrgangsmál

10:40- 11:00            Umhverfi
                                  Náttúrustaðir og loftslagsmál

11:00-11:20             Samfélagsmál og stoðþjónusta
                                  Samfélagsáhrif, lögregla, heilsugæsla, húsnæðismál,

11:20-11:40              Samantekt

11:40-12:00              Umræður og fundarlok

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form