Til baka

Jákvæð upplifun ferðamanna

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Lesa meira (pdf)

Innleiðing Vegvísis í öllum landshlutum

Það er lykilatriði að horfa til uppbyggingar ferðaþjónustu um allt land, meðal annars með tilkomu stefnumótandi stjórnunaráætlana fyrir ferðaþjónustuna í hverjum landshluta. Stjórnstöð ferðamála mun útfæra samkomulag um innleiðingu Vegvísis í ferðaþjónustu sem fyrirtæki og hagsmunaaðilar í hverjum landshluta taka þátt í og geta sameinast um. Samkomulagið mun leggja áherslu á aðgerðir sem stuðla að gestrisni, góðri þjónustu við ferðamenn og jákvæðri upplifun þeirra. Sérstaklega verði hugað að því að tryggja áfram jákvæð viðhorf heimamanna til atvinnugreinarinnar, meðal annars með virku samráði.

Upplýsingagjöf og samskipti við ferðamenn

Áfram verði unnið að því að skilgreina leiðir til að bæta upplýsingagjöf til ferðamanna um allt land með áherslu á rafrænar lausnir og leiðarmerkingar. Hugað verði sérstaklega að því hvernig ná megi til ferðamanna áður en ferð hefst, þ.e. fyrir og við komu þeirra til landsins, svo og meðan á dvöl þeirra stendur.

Öryggi ferðamanna

Markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum meðal innlendra og erlendra ferðamanna og auka öryggi þeirra í samvinnu lögregluyfirvalda, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Samtaka ferðaþjónustunnar. Sérstök áhersla verði lögð á markvisst forvarnarstarf, sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur, setja reglur og öryggistakmarkanir og stýra aðgengi ferðamanna á stöðum þar sem ætla má að öryggi þeirra geti verið ógnað. Þá verði merkingar og leiðbeiningar samræmdar og verði bæði á íslensku og ensku og jafnvel fleiri tungumálum.

Verkefnalisti

Yfirlit verkefna

Á döfinni

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form