Til baka

Hæfni og gæði

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Lesa meira (pdf)

Gæðastarf og Vakinn

Sameiginlegt markmið opinberra aðila, ferðaþjónustufyrirtækja og stoðkerfis ferðaþjónustu í hverjum landshluta verði að ná árangri í gæðamálum. Til þess þarf að efla gæðastarf í ferðaþjónustu, sem og starfsemi Vakans, gæða- og umhverfiskerfis íslenskrar ferðaþjónustu. Sett verði markmið í hverjum landshluta um að ákveðið lágmarkshlutfall ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu taki þátt í viðurkenndu gæðastarfi og/eða Vakanum. Metið verði hvernig best megi ná markmiðum um víðtæka þátttöku fyrirtækja í Vakanum til að styrkja eða breyta starfsemi hans.

Rafræn fræðsla og stuðningur

Stjórnstöð mun, í samvinnu við greinina, skilgreina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur til að styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar. Samhliða verði unnið að leiðum til úrbóta, meðal annars hafi starfsfólk í ferðaþjónustu aðgengi að rafrænum upplýsingum, fræðsluefni, stöðlum, myndrænum leiðbeiningum, svo og öðrum gögnum og verkfærum sem stuðlað geta að aukinni hæfni í ferðaþjónustu og auknum gæðum í greininni. Auk þess verði þeim landshlutum sem þess þurfa veittur stuðningur í þessu skyni, meðal annars með úttektum og ráðleggingum.

Mönnun, hæfni, menntun og vinnustaðaþjálfun

Ferðaþjónusta er þekkingargrein sem byggist á starfsfólki, hæfni þess og þekkingu. Því þarf að setja mönnun, hæfni og fagmennsku í ferðaþjónustu í forgrunn. Þá þarf að laða hæft starfsfólk að greininni og tryggja aðgang að þekkingu, fræðslu og menntun. Í því skyni þarf að vinna með menntamálayfirvöldum og fræðsluaðilum og leggja áherslu á vinnustaðaþjálfun. Stuðla þarf að eflingu styttri, hagnýtra námsbrauta og byggja brýr milli formlegs náms og óformlegs, meðal annars með því að auka svigrúm í námskrá fyrir námsmat og raunfærnimat sem byggist á reynslu og þekkingu fólks. Þá verði fyrirtæki hvött til að gera þjálfunaráætlanir og nýta sér, ef við á, „fræðslustjóra að láni“ eða aðrar leiðir til stuðnings í mannauðsmálum. Þörfin fyrir mannafla í hverjum landshluta verði skilgreind í takt við fjölgun ferðamanna þannig að mannaflaáætlanir liggi fyrir hverju sinni.

Verkefnalisti

Yfirlit verkefna

Á döfinni

No items found.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form