Til baka

Dreifing ferðamanna

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Lesa meira (pdf)

Samgöngur

Það hefur augljósa kosti að ferðamenn fari sem víðast um landið – ekki síst til að dreifa álagi. Góðar og öruggar samgöngur eru forsenda þess að svo megi verða og taka þarf tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Mikilvægt er að uppbygging og viðhald skilgreindra heilsársvega verði stórbætt. Eins væri æskilegt að skilgreina ferðamannaleiðir í hverjum landshluta, sem stuðlað gætu að vaxandi aðdráttarafli og lengri viðveru ferðamanna í þeim. Þá verði vegum að áfangastöðum ferðamanna haldið opnum eins og hægt er. Bættar og samræmdar leiðar- og öryggismerkingar verði um allt land. Þetta á m.a. við um merkingar á helstu vegum, ásamt vegum í dreifbýli og á hálendi. Mikilvægt er að merkingar séu bæði á íslensku og ensku og jafnvel á fleiri tungumálum.

Viðhald og uppbygging á innviðum flugs verði í takt við fjölgun ferðamanna til landsins, bæði í tengslum við flug erlendis frá og innanlandsflug. Metið skuli hvernig best megi, á sjálfbæran hátt, fjölga alþjóðlegum fluggáttum til landsins og tryggja að varaflugvellir alþjóðaflugs séu í góðu ásigkomulagi. Einnig verði sérstaklega hugað að öflugum fjarskiptum, lagningu ljósleiðara og nettengingum um allt land.

Stoðkerfi ferðaþjónustunnar um land allt

Stefnumótandi stjórnunaráætlun fyrir ferðaþjónustuna verði til í hverjum landshluta (e. Destination Management Plan). Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem einnar grunnstoðar atvinnulífs og byggðaþróunar verði staðfest m.a. með samhæfingu og eflingu stoðkerfa ferðaþjónustunnar um landið og starfsemin styrkt í hverjum landshluta. Stýring á aðgengi og umferð ferðamanna verði til umfjöllunar í hverjum landshluta, m.a. til að dreifa álagi, vernda náttúru og minjar og tryggja sem best öryggi. Reiknað er með því að samhæfing aðila í hverjum landshluta og samvinna þeirra við Stjórnstöð ferðamála skili verulegum árangri í ferðaþjónustu, enda sé lögð áhersla á samvinnu hagaðila á hverju svæði til að ná markmiðum og árangri. Þá þarf að skilgreina betur og samhæfa hlutverk hagaðila í svæðisbundnu stoðkerfi ferðaþjónustunnar.

Allt árið og í öllum landshlutum

Í kynningarstarfi og markaðsverkefnum verði lögð áhersla á að hækka hlutfall innlendra og erlendra ferðamanna utan háannatíma. Áfram verði lögð sérstök áhersla á að kynna allt landið, ekki síst til að laða að ferðamenn utan háannatíma til allra landshluta en einnig til að draga úr álagi á ásetnum áfangastöðum ferðamanna.

Verkefnalisti

Yfirlit verkefna
No items found.

Á döfinni

No items found.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form