Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
15
/
12
/
2017
Staða -
Lokið
Áreiðanleg gögn

Uppfærsla á Mælaborði ferðaþjónustunnar

Mælaborð ferðþjónustunnar hefur nú fengið viðbætur í gagnasafnið: Kortavelta erlendra og innlendra ferðamanna og Ferðavenjukönnun meðal erlendra ferðamanna á ákveðnum svæðum.

Kortavelta erlendra og innlendra ferðamanna inniheldur upplýsingar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar um útgjöld erlendra ferðamanna á Íslandi. Út frá þessum upplýsingum eru dregnar upp myndir sem sýna; heildarkortaveltu ferðamanna og breytingu á þeim milli ára, skiptingu á kortaveltu erlendra ferðamanna milli þjóðerna og kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum.

Ferðavenjukönnun meðal erlendra ferðamanna á ákveðnum svæðum inniheldur upplýsingar úr könnun sem Lilja Rögnvaldsdóttir hefur unnið í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð ferðamála og fjármögnuð var af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Könnunin var framkvæmd síðastliðið sumar á sex mismunandi stöðum (Akureyri, Borgarnes, Húsavík, Mývatnssveit, Reykjavík og Siglufjörður) og  fór gagnaöflunin fram með spurningalista sem var lagður fyrir ferðamenn. Könnunin veitir ýmsar upplýsingar um ferðamenn á þessum tilteknu stöðum, t.d. dvalarlengd, hvaða þjónustu þeir ætla að nýta sér, útgjöld, ánægju með heimsókn til staðarins ofl. Hægt er að skoða og bera saman niðurstöður út frá kyni, þjóðerni og aldursflokki.

Er þetta fyrsta viðbót við Mælaborð ferðaþjónustunnar síðan það var gefið út í lok október. Mælaborðið er í stöðugri þróun og verður það uppfært með reglulegu millibili með nýjum gögnum ásamt umbótum á núverandi framsetningu.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form