Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
/
/
Staða -
Lokið
Áreiðanleg gögn

Þróun sjálfbærnivísa fyrir ferðamennsku á friðlýstum svæðum.

Sjálfbær þróun er eitt af þessum hugtökum sem flestir þekkja en færri skilja. Sjálfbærni snertir ekki einungis umhverfismál heldur hverfist sjálfbærni um velferð okkar sem íbúa á ákveðnu svæði og snertir á þann hátt alla þætti okkar daglega lífs. Hugtakið sjálfbær þróun grundvallast þannig á heildarsýn allra þátta sem hafa áhrif á velferð okkar. Burðarás sjálfbærrar þróunar ferðaþjónustunnar er á sama hátt þekking og skilningur á samspili efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra áhrifa ferðamennsku sem og á orsakatengslum á milli þessara áhrifaþátta. Með þá þekkingu að leiðarljósi er unnt að stýra áhrifunum og beina fjöldanum á ákveðna staði þar sem hann fær það sem hann er að leita eftir en um leið að hlífa öðrum stöðum. Fyrir tilstuðlan styrks frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu ýtti Háskóli Íslands úr vör á síðastliðnu ári rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að þróun sjálfbærnivísa fyrir ferðamennsku á friðlýstum svæðum. Verkstjórn rannsóknarverkefnisins var í höndum Stjórnstöðvar ferðamála fyrir hönd Atvinnuvega- og nýsköpunarráðurneytisins. 

Rannsóknin skiptist í tvo verkefnahluta. Í þeim fyrri var sjónum beint að þekkingu og skilningi ferðaþjónustunnar á sjálfbærri þróun og í hinum síðari að þróun sjálfbærnivísa fyrir ferðamennsku á friðlýstum svæðum, þar sem þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var valinn sem tilviksrannsóknarsvæði.

Niðurstöður sýna að staða sjálfbærrar þróunar innan íslenskrar ferðaþjónustu í dag er mjög veik. Til að efla sjálfbærni atvinnugreinarinnar er því mikilvægt að efna til aukinnar fræðslu og umræðu um sjálfbæra þróun og sjálfbæra ferðamennsku. Niðurstöður sýna enn fremur að Ísland á langt í land þegar kemur að sjálfbærri þróun í ferðamennsku almennt þrátt fyrir að sjálfbær ferðamennska hafi verið megin áhersla í stefnumótunum íslenskra stjórnvalda um langt árabil. Sjálfbær ferðamennska er ekki ný tegund ferðamennsku. Í kjarnann er sjálfbær ferðamennska stjórnunarferli, ferli sem hefur langtímasjónarmið og heildarsýn að leiðarljósi, ásamt skilningi á orsakasamhengi ólíkra þátta í heildarmyndinni. Sjálfbærni snýst þannig um að setja ákveðin skilgreind mörk, og til þess að geta skilgreint mörk er nauðsynlegt að skilja hvernig allt kerfið virkar. Það er því einungis hægt að setja mörk sem sátt er um með því að hafa yfirsýn yfir alla þætti kerfisins. Ferðamennska er flókið kerfi, og því er þessi yfirsýn ennþá mikilvægari til þess að stýra ferðmennsku í átt að sjálfbærni. Sjálfbærnivísar hafa reynst vel sem hjálpartæki til þess að skilgreina og setja mörk. Sjálfbærnivísar eru hins vegar hluti af lifandi ferli en ekki endapunktur. Því þarf stöðugt að endurmeta þá og uppfæra þar sem alþjóðleg viðmið eru í stöðugri þróun og staðbundin markmið og verkefni í héraði leggja stöðugt til nýja þekkingu og bæta í reynslu heimamanna. Með auknu álagi ferðamanna breytast einnig viðhorf íbúa til þess hvað mikilvægt sé að taka til greina í vísunum hratt.

Skýrsluna má finna HÉR.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form