Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
9
/
12
/
2016
Staða -
Lokið
Samhæfing

Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir (DMP) hefjast í öllum landshlutum vorið 2017

Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir (DMP) hefjast í öllum landshlutum vorið 2017

Verkefni um stefnumarkandi stjórnunaráætlanir áfangastaða eða DMP áætlanir (Destination Managment Plans) er nú hafið og er undirbúningur áætlanagerðar í fullum gangi. Á vef Stjórnstöðvar ferðamála verður á næstunni fjallað um  stöðu og framvindu verkefnisins hverju sinni og helstu vörður sem náðst hafa.

 Almennt um verkefnið

Stjórnstöð ferðamála í samstarfi við Ferðamálastofu, vinnur nú að undirbúningi svonefndra  stefnumarkandi stjórnunaráætlana - DMP. Í Vegvísi ferðaþjónustunnar er verkefnið skilgreint sem eitt af forgangsverkefnum í styrkingu innviða íslenskrar ferðaþjónustu. DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. DMP er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðila ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.

DMP áætlanirnar eru unnar á forsendum svæðanna og ferðaþjónustunnar innan þeirra. Vert er að taka fram að þær eru ekki lögbundnar en geta þó stutt við ýmis konar lögbundna áætlanagerð. Á næstu misserum mun Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa bæta jafnt og þétt við umfjöllun um verkefnið á vefsíðunum www.stjornstodin.is og www.ferdamalastofa.is/dmpog fjalla um á hvaða hátt DMP áætlanirnar tengjast öðrum áætlunum sem unnar eru af ríki og sveitarfélögum.

Verkefnisstjórar eru Anna Katrín Einarsdóttir frá Stjórnstöð ferðamála og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Ferðamálastofu. Öllum fyrirspurnum um verkefnið má beina til þeirra á netföngin anna@stjornstodin.is og hrafnhildur@ferdamalastofa.is.

Breyting á tímalínu og uppbyggingu

Frá því að verkefnið var kynnt um landið á 15 kynningarfundum í haust, hefur sú ákvörðun verið tekin að breyta tímalínu þess og verkþáttum nokkuð. Helsta breytingin er sú að í stað þess að vinna sérstök forverkefni eins og áður var kynnt, verður lögð áhersla á að öll svæði fái jafnan stuðning og eftirfylgni í gegnum allt ferlið út verkefnatímann. Þessi breyting hefur í för með sér að sjálfri áætlanagerðinni er flýtt og mun því hefjast á öllum svæðum vorið 2017 í stað seinnihluta ársins. Telja eigendur og stýrihópur verkefnisins þetta mikilvægt skref í betri nýtingu fjármagns, til að tryggja jafnan stuðning og eftirfylgni sem best og gæta jafnræðis á milli allra svæða.

Næstu verkþættir: Myndun svæðisráða – ákvörðun um skiptingu svæða

Næstu verkþættir verkefnisins er myndun svæðisráða og skipting svæða. Hlutverk svæðisráða er að taka ákvörðun um skiptingu svæða þ.e. hversu margar DMP áætlanir eru unnar á viðkomandi markaðsstofusvæði. Tilnefningarnar fulltrúa í svæðisráð eru byggðar á ítarlegri hagaðilagreiningu sem unnin er af markaðsstofu hvers landshluta í samvinnu við verkefnisstjóra frá Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Tilnefna þarf í svæðisráð á hverju markaðsstofusvæði fyrir árslok 2016 og skulu svæðisráð skila niðurstöðum sínum um skiptingu svæða í lok janúar 2017. Markaðsstofur landshlutanna halda utan um og leiða starf svæðisráða.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form