Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
7
/
06
/
2017
Staða -
Lokið
Jákvæð upplifun ferðamanna

Salernismál - Þurrsalerni sett upp á 15 áningastöðum Vegagerðarinnar

Stjórnstöð ferðamála setti af stað verkefni í janúar síðastliðnum þar sem meginmarkmiðið var að skilgreina og leggja fram tillögur um brýn forgangsverkefni 2017.

Afmörkun verkefnisins miðaðist við að tillögurnar væru raunhæfar og framkvæmanlegar á fyrri hluta árs 2017. Á fyrstu stigum verkefnisins voru skipaðir vinnuhópar þar sem kallaðir voru til helstu hagaðilar íslenskrar ferðaþjónustu. Hlutverk þeirra var að greina, meta og leggja fram tillögur um brýnustu forgangsverkefnin. Vinnuhóparnir voru skipaðir fulltrúum frá ráðuneytum og undirstofnunum þeirra, auk fulltrúum frá SAF og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. 

Niðurstöður vinnhópanna voru m.a. að salernismálin væru eitt af brýnustu forgangsverkefnum fyrir sumarið 2017 og leitaði Stjórnstöð ferðamála til Vegagerðarinnar til samstarfs við framkvæmd verkefnisins.

Vegagerðin hefur nú sett upp 34 þurrsalerni á 15 áningastöðum við vegi víðsvegar um landið:

Suðurland

•        Djúpá (4)

•        Laufskálavarða (4)

Vesturland

•        Reykjadalsá – Dalir (2)

•        Kattahryggur (2)

Vestfirðir

•        Melanes (2)

•        Hvalsá (2)

•        Hvannadalsá (2)

•        Hvítanes (2)

Norðurland

•        Ljósavatn (2)

Norðausturland

•        Jökulsá á fjöllum (2)

•        Hringvegur við Norðausturveg/Vopnafjörður (2)

•        Jökulá á Dal (2)

Suðausturland

•        Fossá (2)

•        Þvottá (2)

•        Hestagerði (2)

 

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form