Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR

Salernismál - Áningastaðir Vegagerðarinnar - Framvinda og verklok

Vegna vaxandi fjölda ferðamanna undanfarin ár hefur orðið vart við áþreifanlegan skort á salernisaðstöðu víða um land. Ýmsar lausnir hafa verið ræddar en oftar en ekki var um varanlegar lausnir að ræða sem kalla á skipulagsvinnu sveitafélaga sem eru kostnaðarsamar og taka langan tíma að koma í framkvæmd. Til að leysa úr brýnustu þörfinni til skamms tíma var sá möguleiki kannaður að nýta áningarstaði Vegagerðarinnar fyrir þurrsalerni sem hægt væri að setja upp og fjarlægja með skömmum fyrirvara. Með þessu móti var leyst úr brýnustu þörfinni þar til varanleg lausn finnst.

Fyrir tilstuðlan Stjórnstöðvar ferðamála og ákvörðunar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um fjármögnun verkefnisins var Vegagerðinni falið að koma upp tímabundinni salernisaðstöðu á skilgreindum áningarstöðum sem eru í umsjón Vegagerðarinnar. Þeir áningarstaðir sem miðað var við að setja upp salerni á voru þeir staðir sem hvað lengst eru frá þéttbýlisstöðum eða ferðamannastöðum sem þegar hafa salernisaðstöðu. Verkefnið stóð yfir í fjóra mánuði, frá 1. júní til 30. september 2017.

Mánaðarlegir verkfundir voru haldnir með verktökum og verklokafundir haldnir í lok tímabilsins. Á verkfundunum var farið yfir gang verkefnisins og þau atvik sem upp komu á verktímanum. Í stuttu máli má segja að verkefnið hafi gengið vonum framar, aðeins nokkur smávægileg atvik komu upp og var yfirleitt leyst úr þeim tafarlaust.

Árangur þessa verkefnis er ótvíræður. Samkvæmt umsögum starfsmanna þjónustustöðva sem viðkomandi áningarstaðir tilheyra batnaði umgengnin til muna og mörg dæmi eru um staði þar sem mun fleiri stoppuðu á í sumar en áður hafði þekkst. Viðhorf heimamanna og vegfarenda var jákvætt og haft var á orði að salernin væru þrifaleg og umgengnin góð.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form