Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
16
/
02
/
2017
Staða -
Lokið
Áreiðanleg gögn

Rannsóknir í ferðaþjónustu

Stjórnstöð ferðamála setti á fót í byrjun árs 2016 stýrihóp um áreiðanleg gögn og eitt af verkefnum hópsins var að koma með tillögur um ráðstöfun á 135 milljónum til rannsókna í ferðaþjónustu. Vinnuhópar greindu einstök rannsóknarverkefni og stýrihópur valdi síðan verkefni með áherslu á að sameiginlega skili þau niðurstöðum sem veita heildstæða yfirsýn yfir stöðu mála tengt ferðaþjónustunni.

Flest verkefnanna eru komin vel af stað og hafa framvindufundir verið haldnir á undanförnum vikum með rannsóknaraðilum. Á næstu mánuðum verða birtar fréttir á vef Stjórnstöðvar ferðamála um framvindu verkefnanna þar til niðurstöður liggja fyrir við verklok.

Verkefni: Þróun sjálfbærnivísa

Meginmarkmið þessa verkefnis er að þróa sjálfbærnivísa fyrir ferðamennsku á friðlýstum svæðum hér á landi. Tilviksrannsókn beinir sjónum að Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Undirmarkmið verkefnisins eru:

·       að greina stöðu sjálfbærrar þróunar innan íslenskrar ferðaþjónustu.

·       að rýna í þróun og nýtingu sjálfbærnivísa fyrir ferðamennsku á friðlýstum svæðum erlendis.

·       að greina og velja lykilvísa fyrir sjálfbæra ferðamennsku í Þjóðgarðnum Snæfellsjökli.

·       að setja fram viðmið fyrir þróun sjálfbærrar ferðamennsku í þjóðgarðinum.

 Framvinda til 20. desember

Netkönnun er lokið sem send var út til ferðaþjónustuaðila í desember síðastliðnum til að greina stöðu innan íslenskrar ferðaþjónustu um sjálfbærni. Unnið er að greiningu niðurstaðna.

Greining og flokkun sjálfbærnivísa  fyrir þjóðgarðinn er samkvæmt áætlun.

Næstu skref

•        Heimildarýni um þróun og nýtingu sjálfbærnivísa fyrir ferðamennsku svæðum erlendis er langt komin.

•        Unnið er að könnun fyrir starfsfólk Þjóðgarðsins Snæfelljökuls.

•        Haldið verður íbúaþing 20. febrúar 2017 í gestastofu þjóðgarðsins á Malarrifi til að fá íbúa til að meta og velja þá sjálfbærnivísa sem safnað hefur verið saman. 

Verkefni: Markhópagreining

Tilgangur og meginmarkmið verkefnisins er að greina markhópa fyrir íslenska ferðaþjónustu á sjö markaðssvæðum (Bretland, Þýskaland, Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Danmörk og Sviss).

Framvinda til 3. nóvember

Undirbúningsvinna fyrir gagnaöflun úti á markaðssvæðum er hafin og áætlað að farið verður af stað í byrjun desember. Forskimun hefur átt sér stað á tveimur mörkuðum Bretland og Þýskalandi sem lesa má nánar um í skýrslu sem birt verður á heimasíðu Háskólanum á Bifröst og Rannsóknarmiðstöð ferðamála í desember.

Næstu skref

Verið er að ljúka við gagnaöflun fyrir miðjan desember og hefja úrvinnslu á þeim.

Framvinda til 20. desember

Undirbúningi á gagnaöflun lokið. Spurningarlíkan tilbúið og þýðing fyrir viðeigandi markaði lokið. Búið að finna samstarfsaðila til að sjá um gagnaöflun úti á markaðssvæðunum.

Aðgerðaáætlun hefur verið uppfærð fyrir hvern verkþátt og er áætlað að verkefninu verði lokið í apríl 2017. Þar liggur á bak við nokkrar breytingar á verkferli og tengingu verkþátta í úrvinnslu gagna. Einnig var bætt við nýjum verkþætti við innleiðingu markhópalíkansins sem snýr að notendaprófunum og framsetningu líkansins fyrir notendur til þess að tryggja gæði líkansins og notagildi.

Næstu skref

Uppsetning á spurningarlistunum og gagnaöflun úti á markaðssvæðum. Áætlað er að þeim verkþætti ljúki í janúar og hafin verði úrvinnsla á gögnum við lok mánaðarins.

Verkefni: Umfang og áhrif ferðaþjónustu í byggðum landsins

Markmið verkefnisins er að greina umfang og áhrif ferðaþjónustu á afmörkuðum svæðum landsins. Í verkefninu er megináhersla lögð á eftirspurnarhlið atvinnugreinarinnar og greiningu gesta til svæðisins. Hver er það sem kemur og hvað dregur hann til svæðisins? Eftir hverju sækist hann og hvað skilur hann eftir? Svör við slíkum spurningum eru mikilvægar í þeim uppbyggingarfasa sem atvinnugreinin er í víða um land auk þess sem þau gagnast við framtíðarstefnumótun.

 Framvinda til 28. október

Verkefnið fór af stað með undirbúningsvinnu í vor sem fól í sér skipulagningu framkvæmdar; þar var svæði, úrtak og aðferðafræði valin. Einnig þurfti að hanna, þýða og prenta spurningalista og ráða spyrla. Spurningakönnunin var lögð fyrir á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Húsavík, Mývatnssveit, Ísafirði og Stykkishólmi í júlí og ágúst. Gögnin hafa verið yfirfarin og er verið að skanna gögnin inn hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

Næstu skref

Þegar skönnun gagna lýkur verður farið að vinna með frumniðurstöður.

Verkefni: Talningar til að finna dreifingu ferðamanna um landið eftir árstíðum

Tilgangur og markmið verkefnisins er að þróa aðferð til að finna hvernig ferðamenn dreifast um landið eftir árstíðum með því að telja bifreiðar á helstu áfangastöðum ferðamanna.

Framvinda til 20. janúar 2017

Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun og gagnasöfnun árið 2016 er lokið. Úrvinnslu gagna er lokið og verið er að skrifa skýrslu um niðurstöður verkefnisins.

Næstu skref

Skrif skýrslu um niðurstöður talninganna verður lokið í janúar 2017.

Framvinda til 25. október

Verklag við uppsetningu og kvörðun teljara var endurbætt í sumar. Verkefnið hefur yfir að ráða um 80 teljurum og þarf reglulega að lesa af þeim og skipta um rafhlöður. Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun og gagnasöfnun árið 2016 er lokið, fyrir utan að lesa þarf af heilsársteljurum eftir áramótin til að fá yfirlit yfir árið 2016. Úrvinnsla gagna er hafin.

Næstu skref

Gert er ráð fyrir að lokið verði við úrvinnslu gagna í byrjun janúar 2017 og að skýrsla liggi fyrir í lok sama mánaðar.

Verkefni: Staðsetning ferðamanna – gerð hitakorts með notkun farsímakerfa

Tilgangur og markmið verkefnisins er að þróa gagnvirkt hitakort sem sýnir fjölda og staðsetningu ferðamanna eftir landsvæðum á hverjum tíma.

Framvinda til 15. október

Unnið var að skilgreiningu verkefnisins með þarfir notenda í huga og greiningarvinnu á tæknilausnum. Söfnun hrágagna er hafin. Gerð hefur verið greining á lagalegu umhverfi varðandi söfnun og miðlun upplýsinga. Vinna við þróun mælikvarða og landshlutaskiptingar eru vel á veg komin. Hugbúnaðargerð vegna hitakorts er hafin en ráðgert er að tengja hana við kortagrunn Google Maps.

Næstu skref

Móttaka endanlegra gagna er á næsta leiti. Í framhaldi hefst vinna við hönnun hugbúnaðarlausna þannig að hægt verði að hlaða gögnum sjálfkrafa inn í kortið. Áfram verður unnið að forritun kortaviðmóts og gerð lýsigagna, auk þess sem mælikvarðar verða birtir.

Framvinda til 29. nóvember

Í framvinduskýrslu verkefnisins sem skilað var í lok nóvember kemur fram að unnið hafi verið að þróun upplýsingabirtingar á kortagrunni. Jafnframt að unnið hafi verið að sjálfvirkri móttöku gagna og tengingar við birtingarviðmót. Gerð hefur verið tilraunaútgáfa af hitakorti þar sem auðvelt er að greina á tölvuskjá fjölda ferðamanna á hverju tímabili eftir svæðum, einstaka stöðum (t.d. miðborg Reykjavíkur, Gullfoss og Geysir o.s.frv.) ásamt því sem hægt er að velja staðsetningu ferðamanna dag eða nótt eða meðaltal sólarhringsins.  Nokkur handavinna felst í því að aðgreina enn frekar tiltekin landssvæði.

Næstu skref

Á næstunni verður unnið að því að þróa frekar móttöku gagna frá Símanum og sjálfvirka tenginu við gagnagrunn sem birtir niðurstöður.

Von er á enn frekari gagnasendingum frá Símanum svo hægt verði að birta hitakortið og önnur gagnasett á næstunni.

Verkefni: Verkefnið Ástandsmat áfangastaða ferðamanna

Markmiðið með þessu verkefni er að að hanna einfalt en jafnframt skilvirkt verkfæri til þess að ástandsgreina ferðamannastaði, meta með samanburði milli ára þróun þeirra, bera saman mismunandi svæði og einfalda val á úrbótum sem fara þarf í.

Framvinda til 16. desember

Eftirfarandi verkþáttum er lokið í verkefninu:

·       Verkefnisstjóri ráðinn og sérfræðihópur kallaður til.

·       Starfsdagur skipulagður í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Alta.

·       Starfsdagur haldinn 15. desember með fulltrúum frá helstu hagsmunaraðilum.

Næstu skref:

Næstu skref eru þau að Alta hefur tekið að sér að grófvinna gögnin er komu frá fundinum. Þessum niðurstöðum verður skilað í janúar og munu þá verða gerðar tillögur að viðföngum í verkfærinu er sendar verða á alla þátttakendur á starfsdeginum. Drög að verkfærinu munu liggja fyrir í lok febrúar 2017 og í byrjun maí er fyrstu niðurstöðu úr ástandsmati á áfangastöðum ferðamannastaða að vænta.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form