Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR

Ölduspá og viðvörunarkerfi í Reynisfjöru

Á vormánuðum 2017 fór Stjórnstöð ferðamála af stað með verkefni þar markmiðið var að leggja fram raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur um brýn forgangsverkefni vegna áætlaðrar fjölgunar ferðamanna til landsins um 400-600 þúsund frá árinu 2016. Í framhaldi voru vinnuhópar stofnaðir sem skipaðir voru fulltrúum hagaðila í ferðaþjónustu; atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsáðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Ferðamálastofa, Samgöngustofa, Vegagerðin, Umhverfisstofnun, lögreglan, Landhelgisgæsla Íslands, Isavia og Slysavarnarfélagið Landsbjörg / Safetravel.

Forgangsverkefni voru skilgreind og metin af vinnuhópunum og því næst forgangsraðað. Niðurstöður og tillögur vinnhópa voru í framhaldi kynntar fyrir stjórn Stjórnstöðvar ferðamála sem samþykkti að verkefnunum yrði komið til framkvæmda og þau kynnt fyrir ríkisstjórn sem samþykkti að veita fjármagni til þessara verkefna.

Verkefnið um þróun og hönnun ölduspár og viðvörunarkerfis í Reynisfjöru var eitt þessara verkefna og fólst í að finna við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur í fjörunni. Viðvörunarkerfi hefur einnig verið unnið í samráði við lögreglu og almannavarnir á Suðurlandi. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar er það þróun hugbúnaðar fyrir öldspá og hins vegar uppsetning á viðvörunarbúnaði.

Vegagerðin er framkvæmdaaðili verkefnisins og hefur nú sett upp á vef stofnunarinnar upplýsingar um ölduspá fyrir Reynisfjöru og Víkurfjöru, sjá frétt um kerfið. Ölduspáin gildir fjóra daga fram í tímann og nýtist ferðamönnum, ferðaþjónustu- og viðbragðsaðilum, auk annarra sem leggja leið sína í Reynisfjöru. Sjá ölduspá á vef Vegagerðarinnar. Þá er búið að setja upp mastur við Reynisfjöru, annars vegar fyrir vefmyndavélar sem gera almannavörnum og lögreglu kleift að fylgjast með aðstæðum og hins vegar fyrir viðvörunarljós. Verklok eru áætluð í lok sumars 2018.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form