Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
8
/
09
/
2016
Staða -
Lokið
Samhæfing

Skýrslur - Menntun og hæfni / Sviðsmyndagreining

Menntun og hæfni

Einn af áhersluþáttum í Vegvísi er að styðja við hæfni og gæði í ferðaþjónustu.  Í janúar 2016 tók til starfa verkefnahópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem var ætlað að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur sem styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og vinna að skilvirkum niðurstöðum til úrbóta.

Í þessari skýrslu er fjallað um tillögur sem snerta mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu á landsvísu. Settar eru fram þrjár tillögur með forgangsverkefnum fyrir árin 2016-2018.

  • Tillaga 1. Þekkingasetur ferðaþjónustunnar; samstarfsvettvangur leitt af fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
  • ‍Tillaga 2. Starfsnám  í ferðaþjónustu.
  • Tillaga 3. Samspil hæfni og arðsemi.

Sjá nánar í PDF

Sviðsmyndir og áhætta

Sviðsmynda- og áhættugreining í íslenskri ferðaþjónustu er afrakstur einstaklingsviðtala og hópastarfs með víðtæka þekkingu hver á sínu sviði er tengist ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti.

Tilgangur verkefnisins er að setja í samhengi orsakir og afleiðingar ákvarðana og aðgerða í ferðaþjónustu, auk þess að greina helstu áhættuþættina sem geta staðið henni fyrir þrifum. Verkefnið leitast við að svara spurningunni hver verður framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030? Sviðsmyndum er þannig ætlað að kalla fram möguleg svör við þeirri spurningu.

Sviðsmyndirnar sem settar fram voru:

  • ‍„Niceland“
  • ‍Ferðamann – nei takk
  • ‍Laus herbergi
  • Fram af bjargbrúninni

Sviðsmyndir eru öflug aðferð til að skilja umhverfið og skapa sameignlegan skilning á því hvað rétt sé að gera í dag til að undirbúa framtíðina.

Sjá nánar í PDF

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form