Stjórnstöð ferðamála bauð til kynningarfundar í Kaldalóni, Hörpu þann 14. desember síðastliðinn þar sem kynnt var verkefni sem felur í sér greiningu þolmarka með tilliti til aukins umfangs íslenskrar ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að móta aðferðafræði til að meta álag á efnahag, umhverfi og samfélag með tilliti til fjölda ferðamanna. Verkefnið er mikilvægur liður í mótun viðmiða til framtíðar við stýringu ferðamanna og álagsdreifingar.
Lokatakmarkið er að hægt sé að gera greiningu á helstu áhrifaþáttum og álagspunktum til að öðlast skýra mynd af því hvort flöskuhálsar hafi myndast eða kunni að myndast í framtíðinni og hvenær sjálfbært jafnvægisástand ríkir. Álagsmatið mun einnig nýtast við mótunframtíðarstefnu Íslands sem áfangastaðar.
Fyrri áfangaverkefnisins er lokið en þar var settur rammi um aðferðafræði við framkvæmd álagsmatsins. Fjallað er um afrakstur þessarar vinnu í Áfangaskýrslu 1: Þróun vísa fyrir álagsmat. Skýrsluna má finna hér á vefsíðu Stjórnstöðvar ferðamála.
Í seinni áfanga verkefnisins,sem nú er hafinn, verður sjálft álagsmatið framkvæmt þar sem sjálfbærnivísarnir sem kynntir eru í áfangaskýrsluskýrslu 1 verða gildissettir.
Kynningar frá fundinum og upptöku má nálgast hér að neðan
Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum á vefsíðu Ferðamálastofu og á Facebook-síðu Ferðamálastofu.
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form