Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
23
/
09
/
2016
Staða -
Lokið
Samhæfing

DMP kynningarfundir fara vel af stað

Fyrstu fundir í röð 14 kynningarfunda um allt land fara vel af stað þar sem Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa kynna gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans/DMP). Kynningarfundir hafa nú þegar verið haldnir á Patreksfirði, Suðureyri, Hólmavík, Borgarnesi, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Grundarfirði og í Reykjavík. Næstu fundir verða haldnir á Húsavík og Blönduósi (10. okt.), Akureyri (11. okt.), Selfossi og Vík í Mýrdal (12. okt.) og Reykjanesi (13. okt.).

Stærsta samhæfða þróunarverkefnið

Verkefnið er eitt stærsta samhæfða þróunarverkefnið sem ráðist hefur verið í hér á landi á sviði stefnumarkandi áætlanagerðar í ferðaþjónustu. Verkefnið er eitt af forgangsverkefnum Stjórnstöðvar ferðamála og eitt viðamesta áhersluverkefni Vegvísis. Með í för er skoski sérfræðingurinn Tom Buncle frá fyrirtækinu Yellow Railroad, sem fenginn hefur verið sem sérstakur ráðgjafi að verkefninu.

Skráning stendur yfir

Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa hvetja hagaðila til að mæta á fundina og kynna sér málið en skráning stendur yfir á vef Ferðamálastofu. Kynningarefni fundanna verður aðgengilegt á vef Stjórnstöðvar ferðamála og Ferðamálastofu eftir 13. október.

Skráning og nánari upplýsingar

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form