Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
25
/
05
/
2016
Staða -
Lokið
Hæfni og gæði

Könnun á mannafla- og fræðsluþörf

Meðfylgjandi er könnun Stjórnstöðvar ferðamála til að meta mannaflaþörf og þörf fyrir fræðslu/hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Könnunin var framkvæmd af Gallup í apríl sl. og var send á stjórnendur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum.

Helstu niðurstöður eru þær að reikna má með að um 22 þúsund manns muni að jafnaði vinna í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2016 sem er ríflega 10% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Líklegt er að um 40% nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu árin 2016 og 2017 komi erlendis frá enda er atvinnuleysi lágt. Reiknað er með að hátt í 6000 erlendir starfsmenn vinni í greininni árið 2016. Talin er þörf fyrir um 2500 starfsmenn árið 2017 til viðbótar því sem nú er.

Fyrirtækin vilja helst auka hæfni í tengslum við þjónustulund og gestrisni, jákvætt viðmót, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni. Mest vantar af fólki í ræstingar/þrif, starfsmenn í gestamóttöku, eldhús og veitingasal, leiðsögumenn, sölu- og afgreiðslufólk og faglærða matreiðslumenn. Erfiðast er að manna í ræstingar/þrif og í stöður faglærða matreiðslumanna.

Þá kalla fyrirtækin eftir fræðslu sem starfsmenn geti ástundað sem mest á vinnustað, Þau vilja að ferðaþjónustufyrirtæki leggi meiri áherslu á fræðslu/þjálfun starfsmanna sinna og vilja sjá heildstætt þrepaskipt starfsnám í ferðaþjónustu.

Sjá nánar

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form