Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
7
/
04
/
2017
Staða -
Lokið
Hæfni og gæði

Hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var formlega stofnað þann 18. janúar sl. þegar ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði undir samning við Stjórnstöð ferðamála og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um uppbyggingu og starfsemi þess. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er stofnað á grundvelli tillagna í skýrslu Stjórnstöðvar ferðamála, Fjárfestum í hæfni starfsmanna, sem kynnt var í september sl. 

Grundvöllur reksturs í ferðaþjónustu byggir á hæfni og reynslu þeirra sem þar starfa. Hlutverk Hæfnisetursins er að vinna á forsendum ferðaþjónustunnar við að auka hæfni og þar með verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar mun vinna markvisst með hagaðilum greinarinnar og fræðsluaðilum víða um land. Meginmarkmiðið er að auka gæði og efla hæfni þeirra 25 þúsund starfsmanna og stjórnenda sem starfa í ferðaþjónustu. 

Til að ná markmiðum verkefnisins eru skoðaðar ýmsar leiðir þar sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar ætlar sér að sækja fram á mörgum sviðum. Í fyrsta lagi er hafin kortlagning og mat á þeirri fræðslu sem er að finna hjá fræðsluaðilum, bæði innlendum og erlendum, sérstaklega í grunnfræðslu fyrir almenna starfsmenn en einnig fyrir stjórnendur. Setrið ætlar sér að tengja fræðslukosti við greiningavinnu sem þegar hefur verið unnin og jafnframt vinna þær greiningar sem þörf er að vinna. Nokkrar leiðir eru til sérstakrar skoðunar, t.d. þá leið sem Skotar hafa farið og þá leið sem er í smíðum á Austurlandi í tengslum við verkefnið "Áfangastaðurinn Austurland", sem býður upp á spennandi möguleika. Nú þegar hefur verið fundað með símenntunarmiðstöðvum og markaðsstofum í landshlutunum um samstarf, bæði til að benda fyrirtækjum á leiðir til hæfniaukningar og eins til að fá upplýsingar um stöðuna í greininni, hvað virkar og hverjar fræðsluþarfir greinarinnar eru. Einnig er ætlunin að vinna að mótun fyrstu tillagna um uppbyggingu á viðurkenndu, þrepaskiptu starfsnámi í ferðaþjónustu og að vera leiðandi í umræðu við hagsmunaaðila um innleiðingu þess. Setrið mun líka skoða hlutverk annarra fjármögnunaraðila í fræðslu, t.d. eru starfsmenntasjóðir atvinnulífsins öflugir og koma að kostun fræðslu. Lykilatriði er að færa fræðsluna inn í fyrirtækin eins og hægt er enda hefur verið kallað eftir því af hálfu greinarinnar.

Yfirleitt eru starfsmenn og stjórnendur í greininni jákvæðir gagnvart skilvirkri fræðslu sem eykur hæfni. Vandamálið er í flestum tilvikum tímaskortur.  Áhersla er lögð á við stjórnendur að fjárfesting í hæfni skilar sér margfalt m.a. með því að benda á mælikvarða í rekstri sem njóta góðs af aukinni hæfni starfsfólks. Fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu er mikilvægt að möguleikar til starfsþróunar séu sýnilegir og ekki síður möguleikar á að eflast í núverandi starfi og sinna því enn betur. Aukin hæfni og þekking á vera sýnileg. Meginmarkmið Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er að auka gæði í íslenskri ferðaþjónustu og aukin hæfni starfsmanna er tvímælalaust ein áhrifaríkasta leiðin til þess, rétt eins og í öðrum atvinnugreinum.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er í eigu aðila vinnumarkaðarins og starfsmenn miðstöðvarinnar hafa víðtæka reynslu í að búa til verkfæri fyrir fræðsluaðila, t.d. hæfnigreiningar, námskrár og þróa náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöðin hefur þekkingu, yfirsýn og tengsl til að koma svona samstarfsverkefni af stað og því eðlilegt að Stjórnstöð ferðamála leiti til hennar. 

Nánari upplýsingar á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form