Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir ráðgjöf EFLU varðandi umfang á skorti á salernisaðstöðu um landið og forgangsröðun staða þar sem nauðsynlegt þykir að fjölga salernum fyrir ferðamenn til að geta með bættu móti tekið á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem búist er við á komandi árum. Ljóst er að mismunandi staða skipulagsmála á hverjum stað og mismunandi eignarhald á ferðamannastöðum og landi þar við kallar á sérstaka nálgun fyrir hvern stað. Þar af leiðandi er ekki raunhæft að ætla að leysa þennan vanda fyrir allt landið í einum áfanga en vinna EFLU miðar að því að hægt sé að forgangsraða þeim stöðum á landinu þar sem mikilvægast þykir að fjölga salernum og leggja áherslu á að bæta salernisaðstöðu á þessum völdu stöðum sem fyrst, þar sem skipulagsmál og eignarhald heimila skjótar aðgerðir.
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form