Til baka

Á döfinni

Verkefnalisti

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR

Ábyrg ferðaþjónusta

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við SAF, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsstofur landshlutanna og Safetravel vilja bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Ábyrg ferðaþjónsta er hvatningarverkefni og er tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu: 

Í ferðaþjónustunni eru margar áskoranir sem snúa að samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar má telja aukinn ágang á náttúruna, að réttindi starfsfólks séu virt, að nærsamfélögin sem ferðamenn heimsækja fái sanngjarnan skerf af ávinningnum og ekki síst að öryggi ferðamanna sé tryggt og þeim veitt góð þjónusta.  

Áhersluþættir eru:

1. Ganga vel um og virða náttúruna. 

2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.  

3. Virða réttindi starfsfólks. 

4. Skila okkar skerfi til samfélagsins.

Markmið hvatningarverkefnisins er m.a að:

- Styðja við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

- Setja fram skýr skilaboð frá fyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg.

- Draga fram það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í ferðaþjónustu.

- Vera hvatning fyrir fyrirtæki sem ekki eru byrjuð að huga að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Yfirlýsingunni verður fylgt eftir með fræðsludagskrá fyrir fyrirtæki um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.

Nánari upplýsingar um Ábyrga ferðaþjónustu veita: 

Ketill B. Magnússon Framkvæmdastjóri Festu ketill@csriceland.is S: 898-4989 festasamfelagsabyrgd.is

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Klasastjóri Íslenska ferðaklasans asta.kristin@icelandtourism.is S: 861-7595 www.icelandtourism.is

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form