Til baka

Aukin arðsemi

ATVINNUVEGA- OG
NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
SAMTÖK
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Lesa meira (pdf)

Markmið um aukna arðsemi

Markmiðið er að tekjur af ferðaþjónustu aukist hlutfallslega meira en sem nemur fjölgun ferðamanna og að skilgreindar verði metnaðarfullar en raunsæjar arðsemiskröfur fyrir atvinnugreinina. Tryggja þarf að samhæfðar aðgerðir í markaðsmálum og í uppbyggingu ferðaþjónustu almennt stuðli að meiri arðsemi, framleiðni og verðmætanýtingu í greininni. Mikilvægt er að ákvarðanir og markmið byggi á áreiðanlegum gögnum, fylgst verði með stöðunni í tengslum við markmið hverju sinni og úrbætur gerðar í því ljósi. Þannig verði markvisst brugðist við niðurstöðum mælinga og unnið að auknum árangri í tengslum við tekjur á hverja gistinótt erlendra ferðamanna, framleiðni, arðsemi fjárfestinga, gjaldeyristekjur og framlag greinarinnar til vergrar landsframleiðslu.

Markaðsmál

Unnið verði að mörkun (e. branding) Íslands sem áfangastaðar í ferðaþjónustu. Mörkun er grundvöllur fyrir greiningu á þeim markhópum sem laða á til landsins og geta skilað greininni aukinni arðsemi. Mörkun og markhópagreining verði gerð í tengslum við aukna arðsemiskröfu í greininni og nýtist við markaðssetningu, vöruþróun og fjárfestingu. Mikilvægt er að markaðssetning ferðaþjónustunnar erlendis verði einnig í samhengi við samræmda markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu.

Fjárfestingar og verðmætasköpun

Ferðaþjónustuaðilar, fagfjárfestar og aðrir hagsmunaaðilar verði hvattir til að taka mið af niðurstöðum mörkunar og markhópagreininga og leita leiða til að stuðla að aukinni arðsemi í ferðaþjónustu. Á sama tíma verði þess gætt að hefta ekki sprotafyrirtæki og starfsemi þeirra sem vilja t.d. sinna öðrum viðskiptavinahópum eða byggja á sérstöðu einstakra landshluta.

Þannig verði áherslur í fjárfestingum og vöruþróun í meginatriðum í takt við mörkun og væntingar þeirra markhópa sem vilji er til að laða til landsins, án þess þó að draga úr þróunarmöguleikum innan greinarinnar.

Verkefnalisti

Yfirlit verkefna
No items found.

Á döfinni

No items found.

Thank you! Your submission has been received!

Oops! Something went wrong while submitting the form